Jól og Áramót
Jæja, ég var hvattur til að blogga smá í dag.
Mætti á klakann á Þorlák eftir frekar næs flugferð frá Danmörku. Pabbi sótti mig út á flugvöll og trillaði mig í bæinn og bauð mér í skötu. Skatan var hreinasta snilld.
Á aðfangadag var Ellen svo með svín í boði til að halda upp á blessað Jesú barnið. Skemmtilegt að við skulum nú snæða í sumum tilfellum svín til að halda upp á að gyðingsbarn hafi komið í heiminn. Steikin var ferlega góð með flottri glasseríngu.
Svo opnuðum við pakka og áttum ljúfar stundir.
Daginn eftir var svo haldið í hangikjöt til Unnar, dóttur Erlu. Ketið var gott. Annan dag jóla lá svo leiðin til Hjölla bróður og þar var dekkað á borð með hangikj0ti, reyktu svíni og massa góðu lambalæri. Gott kvöld þar.
27. bauð svo pabbi í kalkún og þar var líklega einn stærsti kalkúnn sem ég hef séð. Það dró fyrir sólu þegar hann skröltist út úr ofninum. Erla fór á fætur á undan hringjara Hafnarfjarðarkirkju og klappaði Kalla Kalkún allan daginn. Niðurstaðan var lungamjúkur og safaríkur matur.
28. hittist svo matarklúppurinn góði. Og ó my god hvað andabringurnar voru góðar. Sósan var algjört æði. Raggi og Munda, takk fyrir hrikalega góðan mat og enn og aftur biðst ég afsökunar á því að hafa drukkið ótæpilega af koníakinu. En jú ég var í fríi daginn eftir.
Næstu daga á eftir var ljúft. Ellen systir bauð mér aftur í mat á milli jóla og nýárs.
Stebbi bróðir og Halldóra buðu mér og krökkunum í mat og drykk á gamlársdag. Áttum alveg ferlega fínt kvöld og nótt. Maturinn var tær snilld. Hægsteikt lamb, humar og svo ís á eftir. Að auki voru snakkbirgðir Reykjanesbæjar kláraðar ásamt salsa.
Hjölli bróðir mætti með einn pakka af dýnamíti handa okkur og áttum við í mestu vandræðum með að sprengja þetta allt. Alexander og Dísa lögðu sitt af mörkum og samt var eitthvað eftir. Þau þrumuðu því í átt til gervitungla daginn eftir.
Á nýársdag fékk ég svo tækifæri til að elda. Ég fékk humar og gæs í hendur og fékk að leika mér í eldhúsinu hjá Pabba. Maturinn var nú bara alveg ágætur þó ég segi sjálfur frá. Siggi Hall veitti mér innblástur í gæsinni.
Í gær bauð Steini mér svo í mat, billiard og slatta af rauðvíni. Halli nágranni Steina bauð í billiard á Ölver og það var nú bara ansi gaman. Steini var sjálfum sér verstur og vann að ég held bara einn ramma, kannski 2. Stefnan er sett á að senda Steina á námskeið í viljandi bakspuna.
Í dag fékk ég svo tækifæri til að versla í Sautján og það var nú gaman. Í kvöldmat fékk ég ofsalega góðan silung sem Erla töfraði fram. Fyrr í dag komu belgískar vöfflur á mig í boði Ellenar.
Eins og þið sjáið þá hefur þessi ferð snúist nokkuð mikið um mat. Krakkarnir voru hjá mér hluta af ferðinni og áttum við frábærar stundir saman.
Það verður að bæta við að ég mætti í bumbubolta með gömlum og góðum keflvíkingum. Ég kom sjálfum mér á óvart að halda út æfinguna og meira að segja náði að setja einn flottann í vinkilinn.
Á morgun fer ég út og mæti á svæðið í lok dags.
Þá tel ég mig hafa lokið jóla og áramótaskýrslunni.
kveðja,
Arnar Thor
Mætti á klakann á Þorlák eftir frekar næs flugferð frá Danmörku. Pabbi sótti mig út á flugvöll og trillaði mig í bæinn og bauð mér í skötu. Skatan var hreinasta snilld.
Á aðfangadag var Ellen svo með svín í boði til að halda upp á blessað Jesú barnið. Skemmtilegt að við skulum nú snæða í sumum tilfellum svín til að halda upp á að gyðingsbarn hafi komið í heiminn. Steikin var ferlega góð með flottri glasseríngu.
Svo opnuðum við pakka og áttum ljúfar stundir.
Daginn eftir var svo haldið í hangikjöt til Unnar, dóttur Erlu. Ketið var gott. Annan dag jóla lá svo leiðin til Hjölla bróður og þar var dekkað á borð með hangikj0ti, reyktu svíni og massa góðu lambalæri. Gott kvöld þar.
27. bauð svo pabbi í kalkún og þar var líklega einn stærsti kalkúnn sem ég hef séð. Það dró fyrir sólu þegar hann skröltist út úr ofninum. Erla fór á fætur á undan hringjara Hafnarfjarðarkirkju og klappaði Kalla Kalkún allan daginn. Niðurstaðan var lungamjúkur og safaríkur matur.
28. hittist svo matarklúppurinn góði. Og ó my god hvað andabringurnar voru góðar. Sósan var algjört æði. Raggi og Munda, takk fyrir hrikalega góðan mat og enn og aftur biðst ég afsökunar á því að hafa drukkið ótæpilega af koníakinu. En jú ég var í fríi daginn eftir.
Næstu daga á eftir var ljúft. Ellen systir bauð mér aftur í mat á milli jóla og nýárs.
Stebbi bróðir og Halldóra buðu mér og krökkunum í mat og drykk á gamlársdag. Áttum alveg ferlega fínt kvöld og nótt. Maturinn var tær snilld. Hægsteikt lamb, humar og svo ís á eftir. Að auki voru snakkbirgðir Reykjanesbæjar kláraðar ásamt salsa.
Hjölli bróðir mætti með einn pakka af dýnamíti handa okkur og áttum við í mestu vandræðum með að sprengja þetta allt. Alexander og Dísa lögðu sitt af mörkum og samt var eitthvað eftir. Þau þrumuðu því í átt til gervitungla daginn eftir.
Á nýársdag fékk ég svo tækifæri til að elda. Ég fékk humar og gæs í hendur og fékk að leika mér í eldhúsinu hjá Pabba. Maturinn var nú bara alveg ágætur þó ég segi sjálfur frá. Siggi Hall veitti mér innblástur í gæsinni.
Í gær bauð Steini mér svo í mat, billiard og slatta af rauðvíni. Halli nágranni Steina bauð í billiard á Ölver og það var nú bara ansi gaman. Steini var sjálfum sér verstur og vann að ég held bara einn ramma, kannski 2. Stefnan er sett á að senda Steina á námskeið í viljandi bakspuna.
Í dag fékk ég svo tækifæri til að versla í Sautján og það var nú gaman. Í kvöldmat fékk ég ofsalega góðan silung sem Erla töfraði fram. Fyrr í dag komu belgískar vöfflur á mig í boði Ellenar.
Eins og þið sjáið þá hefur þessi ferð snúist nokkuð mikið um mat. Krakkarnir voru hjá mér hluta af ferðinni og áttum við frábærar stundir saman.
Það verður að bæta við að ég mætti í bumbubolta með gömlum og góðum keflvíkingum. Ég kom sjálfum mér á óvart að halda út æfinguna og meira að segja náði að setja einn flottann í vinkilinn.
Á morgun fer ég út og mæti á svæðið í lok dags.
Þá tel ég mig hafa lokið jóla og áramótaskýrslunni.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Leiðinlegt að hafa misst af ykkur á gamlárs, var frekar mikið að snúast hjá mér.
kv Munda